TAROTPÓSTURINN NR. 7 - nóvember 2002

"Með bundið fyrir augun og hljóð nóttin eru tákn um ótta."

Tilvitnunin í fyrirsögninni er að finna í fræðslu um Tarotspilið Sverð Tvistinn, á Tarotnámskeiði tarot.is Stundum sé ég sjálfa mig í þessari stöðu og stundum langar mig til að spyrja konunna á spilinu: "Eftir hverju ertu eiginlega að bíða?"

Og þetta að vera með bundið fyrir augun er eins og að hafa stungið hausnum í sand í eyðimörk.

Við eigum flest öll sameiginlegt að framkvæma ekki, heldur slá hlutunum á frest. Hér neðar í póstinum er grein sem tekur á þessu vandamáli og höfundurinn kemur með einfalda skýringu á því hvers vegna við frestum því að láta til skarar skríða.
Mynd af Tarotspili: Rider-Waite Tarot.

Leyndarmálið við að yfirvinna frestun á hlutunum (eða, Speki grænu skjaldbökunnar).

Hvers vegna frestar þú hlutunum?

Hvers vegna gerirðu ekki akkúrat það sem þig langar til að gera?

Hvers vegna áttu þér æðislegan draum en gerir ekkert í málunum til að láta hann rætast?

Svarið liggur í lögmáli Newton um eðli hlutanna, sem er einhvern veginn á þá leið að fyrir hvert skref sem er tekið er eitthvað jafn mikið sem streitist á móti því. Nánari útskýring:

Segjum sem svo að þig langi í "eitthvað" - getur verið hvað sem er. T.d. langar þig í velgengni. Ef þú sækist eftir stöðuhækkun, og að það er ekkert annað í lífinu sem þig langar í akkúrat núna, muntu fá þessa stöðuhækkun. En þú ert samt hræddur við að gera eitthvað í málinu.

Þá langar þig e.t.v. að flýja ótta þinn á einhvern öruggan stað, þar sem þér finnst þú vera öruggur, en þá langar þig í rauninni meira í öryggið frekar en velgengnina. Þessi ótti þinn hljómar eitthvað á þessa leið:

1. Ekki nógu góð(ur).
2. Ekki nógu klár.
3. Ekki nægilega fær.
4. Á þetta ekki skilið.
5. Ekki nægilega menntaður/menntuð.
6. Hef ekki nægilega kunnáttu.

Öll þessi "ekki nógu" orð aftra þér frá því að öðlast þá velgengni sem þú óskar eftir. Ef þetta orð væri bara ekki til ... Þetta er spurning að nota réttu orðin og spyrja réttu spurninganna. Við VITUM svörin, en við munum ekki alltaf hvaða spurningar við eigum að nota. Hér er listi yfir nokkrar spurningar sem þú getur spurt sjálfan þig, þegar þú vilt ná einhverju fram:

1. Hvað græði ég á því ef ég get ekki látið drauma mína rætast?

2. Hvað er það sem ég hræðist ef ég
...............................................................................
(ljúktu sjálf(ur) við setninguna á punktalínunni)
.

Jæja, slökktu núna á símanum, sjónvarpinu, útvarpinu og lokaðu þig af. Taktu fram penna og blað og skrifaðu sem fyrirsögn:

Hvað fæ ég með því að láta drauma mína EKKI rætast?

Skrifaðu niður lágmark 30 atriði. Þegar þú ert kominn uppí 10-15 tekur undirmeðvitundin yfirhöndina. Skrifaðu allt sem kemur upp í hugann, hversu lítilvægilegt og hversdagslegt sem það er.

Til dæmis, ef þú ert að vinna við eitthvað verkefni og græn skjaldbaka kemur upp í hugann, þá skaltu skrifa "græn skjaldbaka" og stoppa þarna. Svo skaltu spyrja þig hvernig græn skjaldbaka lítur út og rannsaka fyrirbærið nánar. Þú getur spurt spurninga eins og:

1. Er þetta raunveruleg skjaldbaka.
2. Er hún úr leir?
3. Er þetta úttroðið tuskudýr?
4. Situr hún á blómabeði?
5. Hvar ertu?
6. Með hverjum ertu?
7. Ertu hamingjusöm?
8. Döpur?
9. Hvað ertu gömul?

Leyfðu huga þínum að fara vítt og breitt, eða þangað sem græna skjaldbakan fer með hann. Vertu eins nákvæm(ur) og þú getur.

Fáir fara lengra eftir fyrsta skjaldbökusvarið áður en einhver bernskuminning kemur upp í hugann. Bæld minning frá þeim tíma þegar þú varst yngri en 12. Yfirleitt er slík minning mjög lífleg. Stundum kemur slík minning ekki fram fyrr en eftir 2-3 daga.

Þú byrjar á því að skoða þessa bernskuminningu og spyrð sjálfa(n) þig hvernig þessi minning tengist því sem þig langar til að gera núna. Ósk þinni um velgengni.

Þegar þú endurupplifir atvik úr bernsku, skaltu spyrja þig: "Hvað óttaðist ég innst inni?" og svarið er oftast: "Ég var hrædd(ur) um að þau (hann eða hún) hættu að líka við mig." Yfirleitt var þetta einhver manneskja sem þú barst virðingu fyrir. Einhver manneskja sem var e.t.v. fyrirmynd þín.

Þegar þú getur komið auga á heildarmyndina sem fullorðin manneskja núna, þá breytist umhverfið, og þú ferð að kenna í brjósti um þetta unga barn sem var svo hrætt. Þegar þú hugsar um þetta barn, þá getur þú teygt út hendina og snert það og veitt því ást. Og gefið þér sjálfum þessa ást, sem óttaðist svo mikið sem barn. Þetta er ótti sem er stærri en draumurinn.

Spurðu sjálfan þig hvernig þessi ótti hefur þjónað þér hingað til. Óttinn er til staðar í sérstökum tilgangi. Finndu þennan tilgang og spurðu sjálfan þig á hvaða hátt hann er að þjóna þér. Kannski er kominn tími til að yfirgefa bernskuóttann sem gerði þig svo örugga(n) þegar þú varst barn.

Þegar þú getur þakkað guði fyrir að vernda þig gagnvart óttanum, getur þakkað honum fyrir að vernda þetta barn, þá muntu hafa losað þig við þörfina fyrir að hafa þennan ótta og getur því haldið á braut velgengninnar á eðlilegan hátt, svo framarlega sem þú ert tilbúin(n).

Og þegar þú ert laus við allt sem heitir ótti, hefurðu frelsi til að stefna í þá átt sem þig langar svo mikið til - og þú munt gera þetta eðlilega og með bros á vör.

Höfundur greinarinnar er Merry Mount, ráðgjafi.


TAROTLESTUR - Spámiðillinn Yrsa

Ég geri sérstakan Tarotlestur í þetta skiptið sem snýst um það hvað þú getur gert til að koma í veg fyrir að fresta hlutunum í haust og vetur og/eða til að láta hlutina ganga sem best upp. Finndu þitt stjörnumerki og gangi þér vel!

Hrúturinn
Hugsaðu um allt það sem þú hefur lofað sjálfum þér að framkvæma og hvað þú hefur lofað öðrum. Einblíndu á að bregðast ekki sjálfum þér og ekki síst fjölskyldu, vinum, vinnufélögum. Ásettu þér tryggð.

Nautið
Þú ert og verður alltaf Naut í eðli þínu og kemur sterk(ur) fyrir útávið. Þú þarft að losna við þennan innri ótta sem bagar þig oft. Hugsaðu um sólaruppkomuna, líttu í austur, sem er tákn um byrjun. Veldu þér erfiðasta verkefnið þennan daginn, eða vikuna, helltu þér útí það og kláraðu, áður en þú byrjar á litlu og auðveldu verkefnunum.

Tvíburinn
Sjáðu fyrir þér verðlaunapall (þennan 'þríeina' þar sem miðjan er hæst). Þú ert sá sem stendur á hæsta pallinum. Þú ert sigurvegarinn. Skilaboðin eru að þú ákveðir fyrirfram, að þegar þú hefur lokið þessu erfiða verkefni, að þá ætlar þú að verðlauna þig fyrir vikið. Vertu rausnarlegur við sjálfan þig og hafðu þetta tvöfalt (þú ert jú Tvíburi): t.d. tvö súkkulaðistykki, tvær nýjustu spennusögurnar, tveir skrautpennar, tvær spólur ... (fer allt eftir áhugasviði þínu).

Krabbinn
Samvinna! Fáðu einhvern í lið með þér. Þú þarft ekki að gera allt alein(n). Gerðu samning við fjölskyldumeðlim(i) og/eða vini um að vinna ákveðið verk saman (heima) á þínum vegum sem verður gagnkvæmt þegar þau þurfa á þér að halda.

Ljónið
Endalokin - Afraksturinn!
Drifkrafturinn þinn er að sjá fyrir sér endanlega útkomu, launin, og ánægjuna sem fæst að lokum. Það eitt drífur þig af stað við að byrja á verkefninu.

Meyjan
Ekki bíða eftir að einhver komi og bjóði þér aðstoð. Ekki halda að þér höndum og bíða eftir að einhver annar vinni verkið! Byrjaðu strax og þá koma hinir á eftir.

Vogin
Til að þú getir haldið góðu jafnvægi dags daglega, vikulega, mánaðarlega, þarftu að setja þér bara eitt markmið í einu. Eitt fyrir daginn í dag og fylgja því eftir. Eitt eða fleiri fyrir vikuna og fylgja því eftir og svo koll af kolli. Notaðu lista yfir það sem þú setur þér fyrir og merktu við um leið og hverju verki er lokið. Þá sérðu árangurinn svart á hvítu. Það virkar best fyrir þig!

Sporðdrekinn
Ef þér hefur gengið illa að koma þér í gang með hin einstöku verk, prófaðu að gera eitthvað sem þú hefur ekki gert áður. En það koma sérstök skilaboð til þín úr spilunum varðandi þetta: þú þarft að brynja þig fyrir utanaðkomandi áhrifum. Allt sem heitir utanaðkomandi áreiti truflar þig. Til að þú getir náð árangri á komandi mánuðum og klárað af einstök verkefni einsettu þér, t.d. einn dag í viku að slökkva á símanum, taka sjónvarpið úr sambandi, hella þér í verkið og vinna stanslaust næsta klukkutímann (þá tekurðu þér kaffipásu), vinnur í klukkutíma og svo framvegis.

Bogamaðurinn
Hugsaðu um reynsluna sem þú færð við að vinna verkið. Þetta fer auðvitað eftir eðli verksins, en um leið og þú ferð af stað uppgötvarðu eitthvað nýtt, þú munt frétta, finna eitthvað, jafnvel eitthvað sem hefur verið týnt lengi.

Steingeitin
Þú átt eftir að finna gleðina eftir erfitt en vel unnið verk. Gleðin losar um streitu og eyðir svartsýni!

Vatnsberinn
Ekki láta það letja þig þótt þú þurfir að sleppa einhverju til að framkvæma þetta verkefni. Þú átt eftir að uppgötva nýtt og fá jafnvel ný tækifæri þegar þú hefst handa.

Fiskurinn
Óttastu svona 'blóð svita og tár'? Athugað að það er þess virði og verkið mun endurnýja orku þína svo um munar.

YrsaBjörg, spá- og leiðsagnarmiðill www.tarot.is